Um okkur

Framtíðarsýn og stefna Midfielder Global Trade


Stefna Midfielder Global Trade (MGT) er að bjóða eingöngu vandaðar vörur og þjónustu á samkeppnishæfu verði. Midfielder Global Trade (MGT) tekur að sér allar gerðir fasteignaverkefna svo sem íbúðarverkefni – hótel bygginar – sjúkrahús – skrifstofuhúsnæði og fleira. Okkar þekking og þekking samstarfsaðila okkar spannar öll svið fasteignaþróunar og þjónustum við meðal annars verktaka, húseigenda, ríksstofnanir, einstaklinga og fleiri.Samstarf við arktekta, hönnuði og umhverfisstofnanir sem leggja áherslu á umhverfisvæna hönnun við val á byggingarefnum er forgangsatriði hjá okkur, auk þess að tryggja að byggingarnar okkar séu mjög hagkvæmar í byggingu.

Gæðaráð uppfærir gæðakerfið okkar í samræmi við gildandi kröfur, breytingar á lögum og reglugerðum hverju sinni.

Hagkvæmni okkar byggist meðal annars á að tryggja að verkferlið frá hönnun til afhendingar sé stutt og að þannig sparist fjármagskostnaður og réttar ákvarðanir séu teknar á réttu þróunarstigi. Byggingartími er stuttur og unnt er að afhenda byggingarnar frá því að vera tilbúnar undir tréverk eða full kláraðar.

Markmið okkar er að tryggja að byggingarnar verði sem mest orkufríar og að einangrun, loftræsting, hljóðvist og brunavarnir falli undir ströngustu kröfur sem gerða eru til hágæða bygginga. Til að tryggja að svo sé, vinnum við náið með framleiðendum á byggingaefnum í Evrópu og Tyrklandi.

Varan okkar er prófuð á Íslandi en segja má að Ísland sé fín tilraunastofa fyrir byggingar og byggingarefni. Þar sem Íslendingar vita best að það er ekki alltaf sól og blíða á klakanum.