Forsmíðuð einingahús

Forsmíðuð einingahús


Forsmíðaðar einingahús og byggingar hafa verið á markaði um nokkurt skeið en ávinningur þess og hagkvæmni er enn mörgum óljós. Midfielder Global Trade leggur því áherslu á að vinna með helstu verkfræðingum og arkitektum sem hafa sérhæft sig í að hanna og teikna forsmíðuð hús sem eru hagkvæm, umhverfisvæn og uppfylla kröfur viðskiptavinarins.

Byggngaraðferðin okkar hentar jafnt íbúðarhúsnæði, stofnunum og skólum og þá hvort heldur er fyrir byggingar sem eiga að standa tímabundið sem og varanlega. Byggingarnar okkar uppfylla allar evrópskar og íslenskar reglugerðir og staðla.


Húsin og byggingarnar okkar eru úr forsmíðuðum einingum sem eru reistar á tilbúinn grunn. Framleiðslutíminn er stuttur og byggingingarnar framleiddar eftir aðstæðum og óskum hvers og eins.

Húsin og byggingarnar er hægt að afhenda á mismunandi byggingarstigum svo sem tilbúin undir tréverk eða fullbúin. Vörurnar sem notaða eru í byggingarnar eru aðallega frá Þýskalandi, Hollandi og Tyrklandi og öll hafa (CE – TSE) vottanir sem uppfylla ESB staðala bæði varðandi efni og framleiðsluferla svo sem ISO9001.


Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og húsin okkar eru í að minnsta kosti 90% endurvinnanleg.

Nokkrar af helstu ástæðum þess að MGT hefur kosið að vinna með létt stál einingar í byggingunum eru;

 • Hagkvæmur byggingamáti
 • Stuttur byggingartími
 • Sjálfbær hönnun sem tryggi að minnsta kosti 90% af byggingunum eru endurvinnanlegar
 • Brunavörnbygginganna er í A1 flokki og efnin sem við notum tryggir öryggi í brunavörnum.
 • Húsin flokkast undir viðhaldsfrí hús sem hafa verið prófuð við íslenskar aðstæður.
Nokkur fleiri atriði varðandi val á léttstáli:

 • Fyrsta stigs jarðskjálftaþol bygginga
 • Við notum eingöngu vottað og galvaniserað stál
 • Húsin eru mjög vel einangruð og u-gildi þeirra í að minnsta kosti 0,19 W/m2K
 • Hægt er að leggja loftræstikerfi í húsin á einfaldan og hagkvæman máta.
 • Orkusparandi hús
 • Hljóðvist er allt að 64 db. á milli herbergja sem er mun meira en gerð er almenn krafa um
 • Þægilegt og hagkvæmt er að leggja raf-, loftræsti-, og vatnslagnir í einingarnar.
 • Snyrtileg byggingarsvæði.
 • Stöðluð 3 metra lofthæð innanhúss
 • Allir útreikningar eru uppfærðir miðað við þær umhverfisaðstæður þar sem byggingarnar eru reistar.


Innanhússhönnun

Við bjóðum viðskiptavinum úrval af flísum, gólfefnum, innréttingum, ljósum og tækjum frá viðurkenndum framleiðendum.


Útlits hönnun og klæðningar

Við bjóðum uppá mikið úrval af klæðningum og má nefna flísar, steinplötur, ál og tréklæðningar. Gluggarnir í einingahúsunum okkar eru staðlaðir með venjulegt þreföldu K-gleri nema óskað sé eftir öðru. Kaupendur geta valið hvað hentar þeim varðandi útlit og efni.Flutningar

Allir flutningar okkar eru með löggiltum flutningafyrirtækjum sem kolefnisjafna og tryggja vöruna í flutning. Fyrirtækin sem við vinnum með eru m.a. þáttakendur í verkefninu „Green and Lean“ í Evrópu og gildir þar einu hvaða flutningsmáti er valinn svo sem sjó-, lestar-, veg- eða flugflutningar. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband.


Frekari upplýsingar

Húsin eru hönnuð miðað við staðhætti hverju sinni. Við leggjum áherslu á að vinna með arkitektum og hönnuðum sem þekkja vel til aðstæðna og reglugerða á hverju hönnunarsvæði fyrir sig. Nýjasta tækni í einangrun, loftræstingu og endurnýtingu varma er eitt af markmiðum Midfielder Global Trade og snjalltækni svo sem „smart home“ þar sem unnt er að stjórna hita, rakastigi, lýsingu og fleira ef þess er óskað.

Í boði er að fá 3D myndir svo ennt er að fara í 3D skoðunarferð og ferðast um eignina hvaðan sem er og hvenær sem er.